Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2021 12:14 Núverandi ríkisstjórn fengi samanlagt einungis 29 þingmenn ef kosið væri nú, miðað við könnun Maskínu. infogram Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira