Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2021 09:00 Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Færeyjar Dýr Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun