Mannréttindi, ekki munaðarvara Gunnar Karl Ólafsson skrifar 15. september 2021 08:31 Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun