Börn fatlaðs fólks skilin eftir og ráðherra þorir ekki í Kastljós Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 15. september 2021 12:45 Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Ástandið bitnar ekki síst á börnum sem eiga fatlaða foreldra. Fjögur af hverjum tíu með fötlun eiga ekki fyrir nauðsynlegum fatnaði á börnin sín, þriðjungur getur ekki keypt nógu næringarríkan mat handa börnunum og þrjú af hverjum tíu hafa ekki efni á skipulögðum tómstundum. Þetta eru sláandi niðurstöður og áfellisdómur yfir þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum sem hafa farið með málefni barna og málefni öryrkja og fatlaðs fólks undanfarin ár, á kjörtímabili þar sem bilið milli örorkulífeyris og lægstu launa á vinnumarkaði hefur breikkað ár frá ári og frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna staðið í stað. Kannski segir það sitt að Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra treysti sér ekki til að mæta í Kastljós í gær og svara fyrir það sem fram kemur í skýrslunni. Hann veit upp á sig skömmina. Í öllum PR-sirkúsnum í kringum málefni barna er eins og Ásmundur hafi gleymt því að fatlað fólk á líka börn – og það versta sem hægt er að gera þessum börnum er að skilja þau og foreldra þeirra eftir í fátækt. Á næsta kjörtímabili þarf að stöðva kjaragliðnunina og bæta kjör þeirra sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Um þetta verður kosið þann 25. september. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Réttindi barna Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Ástandið bitnar ekki síst á börnum sem eiga fatlaða foreldra. Fjögur af hverjum tíu með fötlun eiga ekki fyrir nauðsynlegum fatnaði á börnin sín, þriðjungur getur ekki keypt nógu næringarríkan mat handa börnunum og þrjú af hverjum tíu hafa ekki efni á skipulögðum tómstundum. Þetta eru sláandi niðurstöður og áfellisdómur yfir þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum sem hafa farið með málefni barna og málefni öryrkja og fatlaðs fólks undanfarin ár, á kjörtímabili þar sem bilið milli örorkulífeyris og lægstu launa á vinnumarkaði hefur breikkað ár frá ári og frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna staðið í stað. Kannski segir það sitt að Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra treysti sér ekki til að mæta í Kastljós í gær og svara fyrir það sem fram kemur í skýrslunni. Hann veit upp á sig skömmina. Í öllum PR-sirkúsnum í kringum málefni barna er eins og Ásmundur hafi gleymt því að fatlað fólk á líka börn – og það versta sem hægt er að gera þessum börnum er að skilja þau og foreldra þeirra eftir í fátækt. Á næsta kjörtímabili þarf að stöðva kjaragliðnunina og bæta kjör þeirra sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Um þetta verður kosið þann 25. september. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar