Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 18:40 Jude Bellingham fór mikinn í Tyrklandi í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira