Breiðfylkingarstjórnin Halldór Auðar Svansson skrifar 16. september 2021 16:01 Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar