Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk Snorri Másson skrifar 16. september 2021 21:20 Vilhjálmur Hauksson hefur beitt sér ötult fyrir málefnum barna. Vísir/Sigurjón Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag. Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann. Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann.
Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25
Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent