Tveggja ára drengurinn kominn af gjörgæslu Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2021 18:30 Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Vísir/Einar Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður. Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira