Fátækar fjölskyldur í menntakerfinu Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. september 2021 11:01 Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Félagsmál Hagsmunir stúdenta Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun