Ísland, land fákeppninnar Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. september 2021 12:00 Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar