Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 13:07 Peter Madsen (t.h.) laug ítrekað að lögreglu um afdrif Kim Wall þegar hennar var saknað. Í ljós kom að hann hafði myrt hana og bútað niður lík hennar. Ástarlíf hans í fangelsi hefur engu að síður verið fjörugt. VÍSIR/AFP Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum. Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira