Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 15:30 Pep Guardiola vill skiljanlega fá sem mestan stuðning á Etihad-vellinum. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjá meira
Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjá meira
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10
Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00