Þegar við gáfum ráðherra hugmyndirnar okkar Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. september 2021 15:16 Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun