Arnór Guðjohnsen segir að Arnór Borg hafi alla burði til að slá í gegn með Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 19:56 Feðgarnir og nafnarnir Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára. Feðgarnir tóku stutt spjall við Stöð 2 í dag og fóru yfir framtíðina, Guðjohnsen-nafnið og ýmislegt fleira. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira