Tökum í hornin á tudda Aldís Schram skrifar 18. september 2021 08:00 „Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Dómstólar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun