Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 12:18 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár. Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár.
Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58