Skammastu þín Guðni Ágústsson! Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. september 2021 15:00 Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun