ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 18:39 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira