Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 18:49 Daníel er 14 ára gamall. Þeim feðgum var sagt að þetta væri fyrsta tilfelli blóðtappa eftir Covid-19 hjá svo ungum einstaklingi hér á landi. vísir/nanna Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira