Messi var allt annað en sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 09:01 Lionel Messi horfir á knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino eftir að hafa verið tekinn af velli í gær. AP/Francois Mori Fyrsti heimaleikur Lionel Messi með Paris Saint Germain endaði örugglega ekki eins og flestir höfðu séð það fyrir sér. Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira
Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.
Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira