Biðlistar vinna gegn farsæld barna Þorsteinn Hjartarson skrifar 20. september 2021 10:01 Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar