Hverjum treystir þú? Starri Reynisson skrifar 21. september 2021 10:00 Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun