Flokkurinn sem framkvæmir Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 23. september 2021 07:31 Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun