Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna Bjarni Jónsson skrifar 21. september 2021 14:46 Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Byggðamál Bjarni Jónsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun