Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2021 14:30 Hér voru eitt sinn hús og ekkert hraun. AP Photo/Emilio Morenatti) Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images
Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23
Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23
„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54
Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19