Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti í pontu á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. AP/Eduardo Munoz Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira