Fyrir atvinnulífið, fyrir fólkið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 22. september 2021 08:00 Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs. Svona vinnum við Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp. Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir. Við viljum halda áfram Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hafnarfjörður Suðvesturkjördæmi Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs. Svona vinnum við Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp. Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir. Við viljum halda áfram Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun