Trump stefnir frænku sinni og New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 09:07 Trump hefur um árabil gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál sín verði opinber. AP/LM Otero Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira