Án gerenda eru engir þolendur Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2021 10:01 Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynja Dan Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun