Fjölbreytni, ekki einsleitni Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson skrifa 22. september 2021 14:30 Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað. Helsta undantekningin frá þessu var Reykjavíkurlistinn, sem samanstóð af mörgum flokkum sem buðu fram sameiginlega stefnuskrá og lista, með það að markmiði að fella ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurmódelið Svo var það vorið 2014, þegar Besti flokkurinn og Samfylking höfðu verið í meirihluta í fjögur ár. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu marglýst því yfir að þeir vildu halda samstarfinu áfram eftir kosningar en úrslitin gerðu þeim það svo ekki kleift. Það vantaði einn borgarfulltrúa uppá. Við undirrituð komumst þannig bæði í oddastöðu og áttum samkvæmt hefðinni að keppast um hvort okkar hreppti hnossið – að fá að vera með í meirihlutanum. En við ákváðum að gera það ekki. Morguninn eftir kosningar töluðum við saman og ákváðum að fara ekki án hvors annars í meirihlutasamstarf. Fyrir utan að við höfðum lítinn áhuga á að vera uppfyllingarefni gegn minnstu mögulegu áhrifum, þá töldum við einlæglega að áherslur beggja flokka, Vinstri grænna og Pírata, ættu erindi inn í meirihlutann. Við trúðum því bæði að Vinstri græn myndu stuðla að grænni og femínískari ákvörðunum og að Píratar myndu stuðla að auknu gagnsæi og aukinni virkni borgarbúa og þar með styrkja lýðræðið. Við þurftum ekki að gera þetta, vorum ekki neydd til þess stöðunnar vegna. Við töldum þetta einfaldlega vera bestu leiðina. Úr varð, að myndaður var meirihluti fjögurra flokka sem vann vel saman og lagði grunninn að því sem nú er kallað Reykjavíkurmódelið. Það var auðvitað flókið og úrlausnarefnin mörg, en upphafssetningar meirihlutasáttmálans, sem við tókum okkur rúman tíma til að móta og skrifa, vísuðu okkur alltaf veginn að bestu mögulegu niðurstöðu: „Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“ Breyttir tímar Fáflokkahefðin er í raun alveg ótrúlega gamaldags og stríðir gegn öllu því sem telst til góðra stjórnunarhátta, enda sýna rannsóknir á sviði stjórnunarfræða að fjölbreytt sjónarmið og aðferðir tryggja bestan árangur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er vissulega vesen, krefst þolinmæði, umburðarlyndis og vilja til að hlusta og læra og prófa hluti sem jafnvel hafa verið prófaðir áður en voru kannski bara ekki tímabærir þá. En vesenið er vel á sig leggjandi, eiginlega nauðsynlegt, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Við vitum auðvitað að pólítík snýst um hugmyndafræði. Það flækir málið, enda verða málamiðlanirnar erfiðari eftir því sem fara þarf lengra yfir hina pólítísku ása. Núverandi ríkisstjórn sýnir það glögglega, þar sem hugsjónir þessara gerólíku flokka ná sjaldan fram að ganga. Sum okkar líta á það sem stöðugleika, önnur sem kyrrstöðu. En þessi ríkisstjórn var líka mynduð á gamaldags grunni. Fæð flokka skipti meira máli en hugmyndafræði. Það þótti of mikið vesen að skapa traust milli margra flokka, deila völdum á marga flokka og taka inn sjónarmið margra flokka. Kyrrstöðuríkisstjórn fæstu mögulegu flokka var einfaldasta lausnin en hún var ekkert endilega besta lausnin. Ríkisstjórn næsta kjörtímabils Við undirrituð erum ekki lengur í borgarstjórn, heldur höfum við iðkað okkar pólítík með öðrum hætti undanfarin ár. En við erum sammála um að ákvörðun okkar, vansvefta eftir spennandi kosninganótt, hafi verið farsæl. Við trúum því einlæglega að það sé gott og mikilvægt að margir flokkar vinni saman, að því gefnu að þeir hafi einhverja sameiginlega sýn. Þetta módel hefur haldið áfram í borgarstjórn og það getur verið fyrirmynd á Alþingi. Við vonum að þetta greinarkorn verði forystufólki stjórnmálaflokkanna hvatning til að taka framsýnar ákvarðanir eftir kosningar, þó þær gætu orðið flóknar og krefjandi. Við trúum því að hér verði hægt að mynda ríkisstjórn fjölbreyttra sjónarmiða, helst með ölllum þeim flokkum sem nú bjóða fram og hafa græn, femínísk og lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnHalldór Auðar Svansson, fyrrverandi oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað. Helsta undantekningin frá þessu var Reykjavíkurlistinn, sem samanstóð af mörgum flokkum sem buðu fram sameiginlega stefnuskrá og lista, með það að markmiði að fella ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurmódelið Svo var það vorið 2014, þegar Besti flokkurinn og Samfylking höfðu verið í meirihluta í fjögur ár. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu marglýst því yfir að þeir vildu halda samstarfinu áfram eftir kosningar en úrslitin gerðu þeim það svo ekki kleift. Það vantaði einn borgarfulltrúa uppá. Við undirrituð komumst þannig bæði í oddastöðu og áttum samkvæmt hefðinni að keppast um hvort okkar hreppti hnossið – að fá að vera með í meirihlutanum. En við ákváðum að gera það ekki. Morguninn eftir kosningar töluðum við saman og ákváðum að fara ekki án hvors annars í meirihlutasamstarf. Fyrir utan að við höfðum lítinn áhuga á að vera uppfyllingarefni gegn minnstu mögulegu áhrifum, þá töldum við einlæglega að áherslur beggja flokka, Vinstri grænna og Pírata, ættu erindi inn í meirihlutann. Við trúðum því bæði að Vinstri græn myndu stuðla að grænni og femínískari ákvörðunum og að Píratar myndu stuðla að auknu gagnsæi og aukinni virkni borgarbúa og þar með styrkja lýðræðið. Við þurftum ekki að gera þetta, vorum ekki neydd til þess stöðunnar vegna. Við töldum þetta einfaldlega vera bestu leiðina. Úr varð, að myndaður var meirihluti fjögurra flokka sem vann vel saman og lagði grunninn að því sem nú er kallað Reykjavíkurmódelið. Það var auðvitað flókið og úrlausnarefnin mörg, en upphafssetningar meirihlutasáttmálans, sem við tókum okkur rúman tíma til að móta og skrifa, vísuðu okkur alltaf veginn að bestu mögulegu niðurstöðu: „Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“ Breyttir tímar Fáflokkahefðin er í raun alveg ótrúlega gamaldags og stríðir gegn öllu því sem telst til góðra stjórnunarhátta, enda sýna rannsóknir á sviði stjórnunarfræða að fjölbreytt sjónarmið og aðferðir tryggja bestan árangur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er vissulega vesen, krefst þolinmæði, umburðarlyndis og vilja til að hlusta og læra og prófa hluti sem jafnvel hafa verið prófaðir áður en voru kannski bara ekki tímabærir þá. En vesenið er vel á sig leggjandi, eiginlega nauðsynlegt, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Við vitum auðvitað að pólítík snýst um hugmyndafræði. Það flækir málið, enda verða málamiðlanirnar erfiðari eftir því sem fara þarf lengra yfir hina pólítísku ása. Núverandi ríkisstjórn sýnir það glögglega, þar sem hugsjónir þessara gerólíku flokka ná sjaldan fram að ganga. Sum okkar líta á það sem stöðugleika, önnur sem kyrrstöðu. En þessi ríkisstjórn var líka mynduð á gamaldags grunni. Fæð flokka skipti meira máli en hugmyndafræði. Það þótti of mikið vesen að skapa traust milli margra flokka, deila völdum á marga flokka og taka inn sjónarmið margra flokka. Kyrrstöðuríkisstjórn fæstu mögulegu flokka var einfaldasta lausnin en hún var ekkert endilega besta lausnin. Ríkisstjórn næsta kjörtímabils Við undirrituð erum ekki lengur í borgarstjórn, heldur höfum við iðkað okkar pólítík með öðrum hætti undanfarin ár. En við erum sammála um að ákvörðun okkar, vansvefta eftir spennandi kosninganótt, hafi verið farsæl. Við trúum því einlæglega að það sé gott og mikilvægt að margir flokkar vinni saman, að því gefnu að þeir hafi einhverja sameiginlega sýn. Þetta módel hefur haldið áfram í borgarstjórn og það getur verið fyrirmynd á Alþingi. Við vonum að þetta greinarkorn verði forystufólki stjórnmálaflokkanna hvatning til að taka framsýnar ákvarðanir eftir kosningar, þó þær gætu orðið flóknar og krefjandi. Við trúum því að hér verði hægt að mynda ríkisstjórn fjölbreyttra sjónarmiða, helst með ölllum þeim flokkum sem nú bjóða fram og hafa græn, femínísk og lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnHalldór Auðar Svansson, fyrrverandi oddviti Pírata í borgarstjórn
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun