Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í loftslagsmálum! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. september 2021 15:46 Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun