Fagnaðarerindið Símon Vestarr skrifar 23. september 2021 06:01 Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það: Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Ég tek svo stórt upp í mig að kalla þennan pistil „fagnaðarerindið“ af því að hún er loksins komin. Hver er komin? spyrðu undrandi. Maísólin, bræður og systur! Maísólin! Vetri sérhvers vinnandi manns er lokið og í dag skín maísólin okkar. Hún hefur alltaf verið svo óþægilega fjarlæg – alltaf á leiðinni að fara að koma „á morgun“ – en nú er hún komin. Hún er komin til mín og þín, bræður og systur! Og ekki misskilja mig. Þegar ég segi „bræður og systur“ er ég ekki bara að vísa til þeirra sem skarta sósíalistastjörnunni á fésbókarportrettinu og tóku þátt í að smíða þennan flokk frá grunni. Ekki er ég heldur aðeins að ávarpa sósíalista á heimsvísu sem lyftu því grettistaki að ná slyðruorðinu af sósíalistahugtakinu sem heimsveldin í vestri og austri tóku sameiginlegan þátt í að smyrja á það á tuttugustu öldinni. Ég takmarka ekki einu sinni fagnaðarboðskap minn við vinstrafólk almennt, þó svo að það fólk sé vissulega líklegra til að vera sammála mér um maísólina. Nei, við erum öll bræður og systur og maísólin er komin til okkar allra. Hún snerist aldrei um að hafa eitthvað af einum eða neinum og færa það öðrum. Hún snerist um að frelsa okkur öll úr viðjum rotinnar sjálfsdýrkunar – jafnt auðuga sem fátæka. Sósíalistar tala mikið um síðarnefnda hópinn, enda er fátækt á Íslandi fullkomlega óþörf. Afurð af fyrirkomulagi sem mokar gnægð lífsgæða undir einn hóp og útilokar annan. En kapítalisminn elur á gremju og sundrungu og þess vegna er maísólin fagnaðarefni fyrir hin auðugu líka. Þau eru bræður okkar og systur og ég ætla að ávarpa þau núna. Sæl og blessuð! Ef þú ert manneskja sem lifir á eignum sínum og hefur ráðstöfunarrétt yfir arðinum af fyrirhöfn annarra þá mun maísólin losa þig við þau andlegu þyngsli sem fylgja því að burðast með fjárfúlgur sem þú myndir ekki geta eytt þótt þú ætir gæsalifur í hvert mál á veitingahúsi við Champs-Élysées með Elton John í stólnum andspænis þér að syngja Goodbye Yellow-Brick Road. Og auðvitað samviskubitið. Játaðu það fyrir speglinum ef ekki neinum öðrum að þér líður ekki vel með að sumir líði skort á meðan þú hefur meira en þú gætir nokkur tíma notað. Þú er bróðir minn eða systir líka. Maísólin er lífsbjörg okkar en hún er líka sáluhjálp þín. Ef þú ert manneskja á háum launum þá hefurðu kannski meiri samkennd með hinum lægst launuðu og lífeyrisþegum sem líða skort og vilt að allir séu jafnöruggir og þú. Til hamingju, bróðir/systir! Maísólin er komin! Hvað meina ég með þessu? Meina ég að fyrirmyndarland útópískra hugsuða eða hið stéttlausa samfélag sem Marx eða Bakúnín sáu fyrir sér sé orðið að veruleika? Auðvitað ekki. Meina ég að jöfnuður og félagslegt réttlæti sé komið á langþráða endastöð? Svo sannarlega ekki. Þegar ég segi að maísólin sé komin þá meina ég að áðurnefndum vetri sérhverrar vinnandi eða óvinnufærrar manneskju sé lokið. Ísinn er ekki bráðnaður en þíðan er hafin. Þetta gerðist hægt eftir hrunið og janúarbyltinguna. Hægar en við hefðum viljað. En smám saman varð fólk meðvitaðra um spillingareðli kapítalismans, verkalýðshreyfingin vaknaði til stéttarvitundar og flokkur undir fána sósíalismans er kominn á kjörseðilinn. Vorið er ekki endalok eða fullkomnun hlýnunarskeiðs heldur upphaf þess. Maísólin segir okkur ekki að kapítalisminn sé liðinn undir lok. Hún segir okkur einfaldlega að byltingin sé hafin og að ekkert muni geta stöðvað hana. Fögnum þessu, bræður og systur! Jafnaðarsamfélagið er ekki bara kosturinn sem samviskan býður okkur að velja heldur það eina sem skynsemin getur skrifað upp á. Enginn hefur neitt að óttast frá sósíalistum. Þaðan af síst einn af uppáhalds rithöfundum mínum þegar ég var um tvítugt – Hallgrímur Helgason. Svar mitt við hræðsluáróðri hans um ímyndaðar alræðistilhneigingar sósíalista er eftirfarandi skilaboð: Tuttugasta öldin hringdi og vildi fá kaldastríðs-moggabullið sitt til baka. Þú ert bróðir minn í baráttunni fyrir betra samfélagi, Hallgrímur. Ekki gleyma því í þættinum Kratar vs. Kommar (í raunveruleikaseríunni Kosningabarátta). Ég skal ekki fullyrða að allir í röðum sósíalista hafi forðast persónuárásir í málefnadeilum við þig og okkur ber auðvitað að varast slíkt. En að smyrja á okkur stalínisma er fyrir neðan þína virðingu. Sérstaklega núna, þegar maísól skín í heiði og nýtt skeið er runnið upp. Við launafólk höfum engu að tapa öðru en hlekkjum okkar og heila veröld að vinna. Hættum öllu auðvaldsdaðri og skilum rauðu á kjördag. XJ er eina vitið. Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símon Vestarr Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það: Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Ég tek svo stórt upp í mig að kalla þennan pistil „fagnaðarerindið“ af því að hún er loksins komin. Hver er komin? spyrðu undrandi. Maísólin, bræður og systur! Maísólin! Vetri sérhvers vinnandi manns er lokið og í dag skín maísólin okkar. Hún hefur alltaf verið svo óþægilega fjarlæg – alltaf á leiðinni að fara að koma „á morgun“ – en nú er hún komin. Hún er komin til mín og þín, bræður og systur! Og ekki misskilja mig. Þegar ég segi „bræður og systur“ er ég ekki bara að vísa til þeirra sem skarta sósíalistastjörnunni á fésbókarportrettinu og tóku þátt í að smíða þennan flokk frá grunni. Ekki er ég heldur aðeins að ávarpa sósíalista á heimsvísu sem lyftu því grettistaki að ná slyðruorðinu af sósíalistahugtakinu sem heimsveldin í vestri og austri tóku sameiginlegan þátt í að smyrja á það á tuttugustu öldinni. Ég takmarka ekki einu sinni fagnaðarboðskap minn við vinstrafólk almennt, þó svo að það fólk sé vissulega líklegra til að vera sammála mér um maísólina. Nei, við erum öll bræður og systur og maísólin er komin til okkar allra. Hún snerist aldrei um að hafa eitthvað af einum eða neinum og færa það öðrum. Hún snerist um að frelsa okkur öll úr viðjum rotinnar sjálfsdýrkunar – jafnt auðuga sem fátæka. Sósíalistar tala mikið um síðarnefnda hópinn, enda er fátækt á Íslandi fullkomlega óþörf. Afurð af fyrirkomulagi sem mokar gnægð lífsgæða undir einn hóp og útilokar annan. En kapítalisminn elur á gremju og sundrungu og þess vegna er maísólin fagnaðarefni fyrir hin auðugu líka. Þau eru bræður okkar og systur og ég ætla að ávarpa þau núna. Sæl og blessuð! Ef þú ert manneskja sem lifir á eignum sínum og hefur ráðstöfunarrétt yfir arðinum af fyrirhöfn annarra þá mun maísólin losa þig við þau andlegu þyngsli sem fylgja því að burðast með fjárfúlgur sem þú myndir ekki geta eytt þótt þú ætir gæsalifur í hvert mál á veitingahúsi við Champs-Élysées með Elton John í stólnum andspænis þér að syngja Goodbye Yellow-Brick Road. Og auðvitað samviskubitið. Játaðu það fyrir speglinum ef ekki neinum öðrum að þér líður ekki vel með að sumir líði skort á meðan þú hefur meira en þú gætir nokkur tíma notað. Þú er bróðir minn eða systir líka. Maísólin er lífsbjörg okkar en hún er líka sáluhjálp þín. Ef þú ert manneskja á háum launum þá hefurðu kannski meiri samkennd með hinum lægst launuðu og lífeyrisþegum sem líða skort og vilt að allir séu jafnöruggir og þú. Til hamingju, bróðir/systir! Maísólin er komin! Hvað meina ég með þessu? Meina ég að fyrirmyndarland útópískra hugsuða eða hið stéttlausa samfélag sem Marx eða Bakúnín sáu fyrir sér sé orðið að veruleika? Auðvitað ekki. Meina ég að jöfnuður og félagslegt réttlæti sé komið á langþráða endastöð? Svo sannarlega ekki. Þegar ég segi að maísólin sé komin þá meina ég að áðurnefndum vetri sérhverrar vinnandi eða óvinnufærrar manneskju sé lokið. Ísinn er ekki bráðnaður en þíðan er hafin. Þetta gerðist hægt eftir hrunið og janúarbyltinguna. Hægar en við hefðum viljað. En smám saman varð fólk meðvitaðra um spillingareðli kapítalismans, verkalýðshreyfingin vaknaði til stéttarvitundar og flokkur undir fána sósíalismans er kominn á kjörseðilinn. Vorið er ekki endalok eða fullkomnun hlýnunarskeiðs heldur upphaf þess. Maísólin segir okkur ekki að kapítalisminn sé liðinn undir lok. Hún segir okkur einfaldlega að byltingin sé hafin og að ekkert muni geta stöðvað hana. Fögnum þessu, bræður og systur! Jafnaðarsamfélagið er ekki bara kosturinn sem samviskan býður okkur að velja heldur það eina sem skynsemin getur skrifað upp á. Enginn hefur neitt að óttast frá sósíalistum. Þaðan af síst einn af uppáhalds rithöfundum mínum þegar ég var um tvítugt – Hallgrímur Helgason. Svar mitt við hræðsluáróðri hans um ímyndaðar alræðistilhneigingar sósíalista er eftirfarandi skilaboð: Tuttugasta öldin hringdi og vildi fá kaldastríðs-moggabullið sitt til baka. Þú ert bróðir minn í baráttunni fyrir betra samfélagi, Hallgrímur. Ekki gleyma því í þættinum Kratar vs. Kommar (í raunveruleikaseríunni Kosningabarátta). Ég skal ekki fullyrða að allir í röðum sósíalista hafi forðast persónuárásir í málefnadeilum við þig og okkur ber auðvitað að varast slíkt. En að smyrja á okkur stalínisma er fyrir neðan þína virðingu. Sérstaklega núna, þegar maísól skín í heiði og nýtt skeið er runnið upp. Við launafólk höfum engu að tapa öðru en hlekkjum okkar og heila veröld að vinna. Hættum öllu auðvaldsdaðri og skilum rauðu á kjördag. XJ er eina vitið. Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun