Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 18:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/Sigurjón Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira