Af hverju Samfélagsbanki? Bergvin Eyþórsson skrifar 23. september 2021 09:16 Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun