Dregur saman á milli stóru flokkanna rétt fyrir kosningarnar í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 11:39 Auglýsingar fyrir þrjá stærstu flokkana í könnunum fyrir sambandsþingskosningarnar í Þýskalandi. Frá vinstri: Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna og Armin Laschet, leiðtogi kristilegra íhaldsmanna. AP/Michael Sohn Aðeins fjórum prósentustigum munar nú á fylgi jafnaðarmanna og Kristilega demókrataflokks Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, þremur dögum fyrir sambandsþingkosningar í Þýskalandi. Dregið hefur saman með flokkunum á lokametrum kosningabaráttunnar. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) mælist nú með 25% og hefur fylgið dregist saman um eitt prósentustig frá því í síðustu könnun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kosningarnar fara fram á sunnudag. Á sama tíma jókst stuðningur við bandalag kristilegra íhaldsflokka um eitt prósent. Kanslaraefni þess er Armin Laschet, arftaki Merkel sem ætlar að draga sig í hlé eftir sextán ár við stjórnvölinn. Kristilegir íhaldsmenn hafa lengi ráðið lögum og lofum í þýskum stjórnmálum og eru þekktir fyrir að styrkja sig eftir því sem nær dregur kjördegi. Því segir New York Times að Laschet eygi enn möguleika á sigri. Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, mælist enn með langmestan stuðning sem næsti kanslari Þýskalands. Hann er varakanslari og fjármálaráðherra í samsteypustjórn Merkel. Stuðningur við græningja hefur aðeins dalað en þeir mælast nú með sextán prósent. Hægriflokkurinn Frjálsir demókratar (FDP) eru fastir í ellefu prósentum. AP-fréttastofan segir að aukinn stuðningur við fjölda smáflokka sem soga fylgi frá þeim stærri gæti flækt stjórnarmyndun í ár. Þá er útlit fyrir að þingmönnum á sambandsþinginu fjölgi verulega vegna kosningalaga. Þingsætum gæti fjölgað úr 709 í átta hundruð eða jafnvel fleiri. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) mælist nú með 25% og hefur fylgið dregist saman um eitt prósentustig frá því í síðustu könnun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kosningarnar fara fram á sunnudag. Á sama tíma jókst stuðningur við bandalag kristilegra íhaldsflokka um eitt prósent. Kanslaraefni þess er Armin Laschet, arftaki Merkel sem ætlar að draga sig í hlé eftir sextán ár við stjórnvölinn. Kristilegir íhaldsmenn hafa lengi ráðið lögum og lofum í þýskum stjórnmálum og eru þekktir fyrir að styrkja sig eftir því sem nær dregur kjördegi. Því segir New York Times að Laschet eygi enn möguleika á sigri. Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, mælist enn með langmestan stuðning sem næsti kanslari Þýskalands. Hann er varakanslari og fjármálaráðherra í samsteypustjórn Merkel. Stuðningur við græningja hefur aðeins dalað en þeir mælast nú með sextán prósent. Hægriflokkurinn Frjálsir demókratar (FDP) eru fastir í ellefu prósentum. AP-fréttastofan segir að aukinn stuðningur við fjölda smáflokka sem soga fylgi frá þeim stærri gæti flækt stjórnarmyndun í ár. Þá er útlit fyrir að þingmönnum á sambandsþinginu fjölgi verulega vegna kosningalaga. Þingsætum gæti fjölgað úr 709 í átta hundruð eða jafnvel fleiri.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira