Stöðugt loftslag, undirstaða alls Finnur Ricart Andrason skrifar 24. september 2021 07:30 Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar