Skynsamleg varnaðarorð Seðlabankastjóra Daði Már Kristófersson skrifar 24. september 2021 08:30 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans. Í umræðum um aukin stöðugleika hef ég einmitt tekið þetta skírt fram, meðal annars hér og hér. Undir orð Ásgeirs ber því að taka. Við, sem þjóð, þurfum að axla ábyrgð á stöðugleikanum, ef við viljum byggja framtíðina á honum. Þetta gerðu nágrannalönd okkar á Norðurlöndum fyrir rúmum tveimur áratugum. Þau endurskoðuðu aðferðafræðina við gerð kjarasamninga með það fyrir augum að styðja við stöðugleika. Árangurinn af þessum breytingum hefur verið mjög góður. Betur hefur gengið að byggja upp kaupmátt og minni gliðnun hefur orðið milli stétta en hér á landi. Höfrungahlaupið sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað hefur því ekki verið til góðs. Að sama skapi einkennast stjórnmál á hinum Norðurlöndunum ekki eins mikið af loforðum fyrir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að allir flokkar vita að óraunhæf loforð munu á endanum koma í bakið á kjósendum. Þeir velja að sýna ábyrgð. Það mundu íslenskir stjórnmálamenn líka þurfa að gera. Breyting sem þessi krefst samstöðu. Hana þarf að byggja upp. Við munum þó aldrei ljúka því verkefni nema að hefjast handa. Til mikils er að vinna. Framtíðartækifæri íslensks samfélags eru í húfi. Ég er því stoltur af að Viðreisn hafi kjark til þess að leggja í þessa vegferð. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans. Í umræðum um aukin stöðugleika hef ég einmitt tekið þetta skírt fram, meðal annars hér og hér. Undir orð Ásgeirs ber því að taka. Við, sem þjóð, þurfum að axla ábyrgð á stöðugleikanum, ef við viljum byggja framtíðina á honum. Þetta gerðu nágrannalönd okkar á Norðurlöndum fyrir rúmum tveimur áratugum. Þau endurskoðuðu aðferðafræðina við gerð kjarasamninga með það fyrir augum að styðja við stöðugleika. Árangurinn af þessum breytingum hefur verið mjög góður. Betur hefur gengið að byggja upp kaupmátt og minni gliðnun hefur orðið milli stétta en hér á landi. Höfrungahlaupið sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað hefur því ekki verið til góðs. Að sama skapi einkennast stjórnmál á hinum Norðurlöndunum ekki eins mikið af loforðum fyrir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að allir flokkar vita að óraunhæf loforð munu á endanum koma í bakið á kjósendum. Þeir velja að sýna ábyrgð. Það mundu íslenskir stjórnmálamenn líka þurfa að gera. Breyting sem þessi krefst samstöðu. Hana þarf að byggja upp. Við munum þó aldrei ljúka því verkefni nema að hefjast handa. Til mikils er að vinna. Framtíðartækifæri íslensks samfélags eru í húfi. Ég er því stoltur af að Viðreisn hafi kjark til þess að leggja í þessa vegferð. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar