Að lofa góðu veðri Indriði Stefánsson skrifar 24. september 2021 07:45 Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar