Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson skrifar 24. september 2021 09:01 Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun