Er núverandi peningakerfi komið á endastöð? Víkingur Hauksson skrifar 24. september 2021 09:16 Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun