Þetta er hægt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. september 2021 11:16 Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun