Svandís fílar sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 24. september 2021 18:16 Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun