Gengið til kosninga Bergvin Eyþórsson skrifar 24. september 2021 18:30 Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun