Kvöldið fyrir kjördag - Hvað er mikilvægt? Björn Leví Gunnarsson skrifar 24. september 2021 20:00 Kosningar eru alltaf mikilvægar en það eru ýmis rök fyrir því að kosningarnar á morgun séu mikilvægari en oft áður. Svo árum og jafnvel áratugum skiptir hafa stór mál setið á hakanum án þess að gömlu stjórnmálin hafi haft áhuga eða getu til þess að taka þau upp og klára þau með sóma. Þess í stað er þeim einungis flaggað í aðdraganda kosninga; einungis þá er heilbrigðiskerfið dýrmætt, einungis þá heyrast raddirnar um uppstokkun í sjávarútvegsmálum, einungis þá er lofað tækifærum fyrir alla og ömmur þeirra. Svo rennur upp sunnudagurinn eftir kosningar og þessar raddir þagna allar sem ein. Þá þarf að huga að málamiðlunum og samstöðu um stöðugleika kyrrsetunnar. Stóru málin eru aftur hengd upp og sett inn í skáp í nafni málamiðlana. Þessu þurfum við að breyta og eina leiðin til þess að það geti gerst er öflugur þingflokkur Pírata á sunnudaginn kemur. Við vitum hvað þarf að gera í stjórnarskrármálunum. Við vitum hvað þarf að gera í sjávarútvegsmálunum. Við vitum hvað þarf að gera í heilbrigðismálum, efnahagsmálum, umhverfismálum, vinnumarkaðsmálum, lífeyrismálum, húsnæðismálum og framtíðarmálum. Tækifæri morgundagsins Píratar leggja fram skýra sýn um nýja stjórnarskrá, aðgerðir í loftslagsmálum, baráttu gegn spillingu, róttækar breytingar í sjávarútvegi og stillum upp hagkerfi 21. aldarinnar með velsæld og nýsköpun að leiðarljósi. Kosningastefna Pírata er metnaðarfull og ítarleg og til þess að ná henni í framkvæmd þá þarf virkt lýðræði, ekki bara á kjördag. Tækifærið til þess að ganga loksins í stóru málin er á morgun, með atkvæði til Pírata. Við þurfum öflugt heilbrigðiskerfi sem skilar þjóðinni góðri heilsu. Þar þurfum við að ná þjóðarsátt um kaup og kjör heilbrigðisstarfsfólks, sem og annara starfsmanna sem vinna við grunnstoðir samfélagsins. Þetta er hægt með því að hætta að senda hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í gerðardóm. Þetta er hægt með því að viðurkenna menntun og ábyrgð þess starfsfólks sem heldur grunnstoðum samfélagsins gangandi. Það skapar viðmið fyrir allan vinnumarkaðinn. Við þurfum að skilgreina lágmarksframfærslu til þess að enginn sem vinnur fullt starf eða þarf á lífeyri að halda upplifi skort á nauðsynjum. Við þurfum að eyða húsnæðisskorti til þess að ungt fólk hafi séns á því að safna og fjárfesta í íbúð án þess að þurfa að vera heppið með foreldra. Tækifærin í loftslagsmálunum Við þurfum að huga að loftslagsmálunum í dag til þess að koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til eru bara jákvæðar fyrir sjálfbærni og lífsgæði. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti fyrr en 2030, það myndi spara okkur 100 milljarða á ári í gjaldeyri. Við þurfum að stöðva losun og verða kolefnisneikvæð sem fyrst og borga þannig kolefnisskuld okkar áður en kemur að skuldadögum. Í því felast gríðarleg tækifæri og verðmæti fyrir okkur til þess að vera leiðandi í heiminum í nýsköpun loftslagsmála. Við þurfum heilbrigðan húsnæðismarkað og við komumst þangað með því að byggja sem fyrst þær 4000 íbúðir sem þarf umfram árlega þörf. Einungis þá losnum við úr þeirri hringavitleysu sem ójafnvægi í framboði og eftirspurn er að hafa á húsnæðisverð, verðbólgu og efnahaginn almennt. Húsnæðismál eru einnig lífeyrismál, velferðarmál og menntamál því það vantar íbúðir fyrir eldra fólk, félagslegar íbúðir og húsnæði fyrir námsmenn. Það er grundvöllur þess að geta lifað góðu lífi á Íslandi að hafa öruggt þak yfir höfði. Tækifærin í tækninni Píratar horfa til framtíðarinnar. Við sjáum hvað aukin sjálfvirknivæðing mun gera við vinnumarkaðinn þegar lífsnauðsynjar verða framleiddar án aðkomu verkafólks. Við sjáum einnig tækifærin í því fyrir okkur öll, í formi styttri vinnutíma og betri lífsgæða - ef við sjáum til þess að sjálfvirknivæðingin verði fyrir okkur öll en ekki fyrir fjármagnseigendur. Sjálfvirknivæðingin þarf að gerast í opnu aðgengi en ekki vera lokuð bak við einkaleyfi og hugverkarétt. Einokun á því sviði getur leitt til mestu misskiptingar sem nokkurn tíma hefur sést á þessari jörð. Framtíðin er samfélag velsældar þar sem stjórnvöld bera ábyrgð á því að uppfylla mannréttindi okkar allra, stöðugleika fyrir okkur öll en ekki bara suma. Það er ábyrgð stjórnvalda að sýna hvernig stefna þeirra gerir samfélagið betra - ekki bara með því að benda á hagvöxt heldur með því að sýna hvernig sá hagvöxtur skilar sér í betra heilbrigðiskerfi, betra menntakerfi, öruggara húsnæði og betri lífsgæðum almennt. Það er nefnilega hægt að ná þeim markmiðum án þess að það sé hagvöxtur meira að segja. Sem dæmi, ef ég myndi búa til ljósaperu sem virkar endalaust og kostar jafn mikið í framleiðslu og núverandi ljósaperur þá myndi hagvöxtur minnka en lífsgæði aukast. Tækifærið er núna Kosningarnar á morgun snúast einmitt um að skipta út gömlu ljósaperunum fyrir nýjar sem endast betur. Þannig spörum við til framtíðar því að við vitum að gömlu ljósaperurnar springa alltaf á versta tíma með tilheyrandi kostnaði og veseni. Mætum því á kjörstað á morgun og veljum nýja ljósaperu! Veljum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Björn Leví Gunnarsson Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Kosningar eru alltaf mikilvægar en það eru ýmis rök fyrir því að kosningarnar á morgun séu mikilvægari en oft áður. Svo árum og jafnvel áratugum skiptir hafa stór mál setið á hakanum án þess að gömlu stjórnmálin hafi haft áhuga eða getu til þess að taka þau upp og klára þau með sóma. Þess í stað er þeim einungis flaggað í aðdraganda kosninga; einungis þá er heilbrigðiskerfið dýrmætt, einungis þá heyrast raddirnar um uppstokkun í sjávarútvegsmálum, einungis þá er lofað tækifærum fyrir alla og ömmur þeirra. Svo rennur upp sunnudagurinn eftir kosningar og þessar raddir þagna allar sem ein. Þá þarf að huga að málamiðlunum og samstöðu um stöðugleika kyrrsetunnar. Stóru málin eru aftur hengd upp og sett inn í skáp í nafni málamiðlana. Þessu þurfum við að breyta og eina leiðin til þess að það geti gerst er öflugur þingflokkur Pírata á sunnudaginn kemur. Við vitum hvað þarf að gera í stjórnarskrármálunum. Við vitum hvað þarf að gera í sjávarútvegsmálunum. Við vitum hvað þarf að gera í heilbrigðismálum, efnahagsmálum, umhverfismálum, vinnumarkaðsmálum, lífeyrismálum, húsnæðismálum og framtíðarmálum. Tækifæri morgundagsins Píratar leggja fram skýra sýn um nýja stjórnarskrá, aðgerðir í loftslagsmálum, baráttu gegn spillingu, róttækar breytingar í sjávarútvegi og stillum upp hagkerfi 21. aldarinnar með velsæld og nýsköpun að leiðarljósi. Kosningastefna Pírata er metnaðarfull og ítarleg og til þess að ná henni í framkvæmd þá þarf virkt lýðræði, ekki bara á kjördag. Tækifærið til þess að ganga loksins í stóru málin er á morgun, með atkvæði til Pírata. Við þurfum öflugt heilbrigðiskerfi sem skilar þjóðinni góðri heilsu. Þar þurfum við að ná þjóðarsátt um kaup og kjör heilbrigðisstarfsfólks, sem og annara starfsmanna sem vinna við grunnstoðir samfélagsins. Þetta er hægt með því að hætta að senda hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í gerðardóm. Þetta er hægt með því að viðurkenna menntun og ábyrgð þess starfsfólks sem heldur grunnstoðum samfélagsins gangandi. Það skapar viðmið fyrir allan vinnumarkaðinn. Við þurfum að skilgreina lágmarksframfærslu til þess að enginn sem vinnur fullt starf eða þarf á lífeyri að halda upplifi skort á nauðsynjum. Við þurfum að eyða húsnæðisskorti til þess að ungt fólk hafi séns á því að safna og fjárfesta í íbúð án þess að þurfa að vera heppið með foreldra. Tækifærin í loftslagsmálunum Við þurfum að huga að loftslagsmálunum í dag til þess að koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til eru bara jákvæðar fyrir sjálfbærni og lífsgæði. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti fyrr en 2030, það myndi spara okkur 100 milljarða á ári í gjaldeyri. Við þurfum að stöðva losun og verða kolefnisneikvæð sem fyrst og borga þannig kolefnisskuld okkar áður en kemur að skuldadögum. Í því felast gríðarleg tækifæri og verðmæti fyrir okkur til þess að vera leiðandi í heiminum í nýsköpun loftslagsmála. Við þurfum heilbrigðan húsnæðismarkað og við komumst þangað með því að byggja sem fyrst þær 4000 íbúðir sem þarf umfram árlega þörf. Einungis þá losnum við úr þeirri hringavitleysu sem ójafnvægi í framboði og eftirspurn er að hafa á húsnæðisverð, verðbólgu og efnahaginn almennt. Húsnæðismál eru einnig lífeyrismál, velferðarmál og menntamál því það vantar íbúðir fyrir eldra fólk, félagslegar íbúðir og húsnæði fyrir námsmenn. Það er grundvöllur þess að geta lifað góðu lífi á Íslandi að hafa öruggt þak yfir höfði. Tækifærin í tækninni Píratar horfa til framtíðarinnar. Við sjáum hvað aukin sjálfvirknivæðing mun gera við vinnumarkaðinn þegar lífsnauðsynjar verða framleiddar án aðkomu verkafólks. Við sjáum einnig tækifærin í því fyrir okkur öll, í formi styttri vinnutíma og betri lífsgæða - ef við sjáum til þess að sjálfvirknivæðingin verði fyrir okkur öll en ekki fyrir fjármagnseigendur. Sjálfvirknivæðingin þarf að gerast í opnu aðgengi en ekki vera lokuð bak við einkaleyfi og hugverkarétt. Einokun á því sviði getur leitt til mestu misskiptingar sem nokkurn tíma hefur sést á þessari jörð. Framtíðin er samfélag velsældar þar sem stjórnvöld bera ábyrgð á því að uppfylla mannréttindi okkar allra, stöðugleika fyrir okkur öll en ekki bara suma. Það er ábyrgð stjórnvalda að sýna hvernig stefna þeirra gerir samfélagið betra - ekki bara með því að benda á hagvöxt heldur með því að sýna hvernig sá hagvöxtur skilar sér í betra heilbrigðiskerfi, betra menntakerfi, öruggara húsnæði og betri lífsgæðum almennt. Það er nefnilega hægt að ná þeim markmiðum án þess að það sé hagvöxtur meira að segja. Sem dæmi, ef ég myndi búa til ljósaperu sem virkar endalaust og kostar jafn mikið í framleiðslu og núverandi ljósaperur þá myndi hagvöxtur minnka en lífsgæði aukast. Tækifærið er núna Kosningarnar á morgun snúast einmitt um að skipta út gömlu ljósaperunum fyrir nýjar sem endast betur. Þannig spörum við til framtíðar því að við vitum að gömlu ljósaperurnar springa alltaf á versta tíma með tilheyrandi kostnaði og veseni. Mætum því á kjörstað á morgun og veljum nýja ljósaperu! Veljum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun