Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 25. september 2021 12:28 Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Samfylkingin Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar