Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en Miðflokkurinn tapaði manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 04:41 Birgir Ármannsson var í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sannkölluðu baráttusæti, og náði á þing. Vísir/vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar.
Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55