„Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 14:40 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir einsýnt að nú þyrfi að horfa inn á við. Og það gerir Össur Skarphéðinsson forveri hans á formannsstóli og degur ekki af sér: Stjórnarandstaðan skíttapaði kosningunum einfaldlega og þar má kenna sundurlyndi um. vísir/vilhelm Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu Halldórs Guðmundssonar rithöfundar og stuðningsmanns Samfylkingarinnar. En Halldór vitnar í Stein Steinarr: Og loks er eins og ekkert hafi gerst, orti Steinn. Seðlabankastjóri skaut Viðreisn á flugi Halldór spyr: „Var ekki meginbreyting kosninganna sú að Framsókn endurheimti kjósendur sína frá Miðflokknum? Og sundrað vinstrið tapaði.“ Samfylkingarfólk reynir nú að rýna í stöðuna. Össur er einn þeirra en fáir eru eins vel lesnir í kosningum og hann. Össur segir að það sem gerðist sé engin tilviljun. Seðlabankastjóri hafi skotið Viðreisn sem var á góðu flugi niður með „makalaustri tímasetningu“ og vísar hann þar til viðtals Viðskiptablaðsins við Ásgeir Jónsson sem segir að verði krónan fest við evru, líkt og Viðreisn berst fyrir, geti það kallað á hærri stýrivexti. „Samfylkingin fór mjög seint af stað og henni og Pírötum skorti málafylgju og forystu til að koma erindum sínum á framfæri, að frátalinni Kristrúnu [Frostadóttur].“ Samfylkingin afvelta eftir innanflokksátök Og Össur hlífir sínum gamla flokki ekki: „Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega kosningabaráttunni. Samfylkingin var afvelta eftir vetur innanflokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sætum og gersamlega tilefnislaus varaformannsslagur saxaði á limina hans Björns míns,“ segir Össur og hlífir félögum sínum hvergi. Össur segir Samfylkingu hafa farið mjög seint af stað og henni hafi skort málafylgju og forystu. Þó Samfylkingarfólk reyni nú að horfa inn á við, eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur boðað að nú sé þörf á, vill Grímur Atlason, eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmans Samfylkingar, ekki gleypa útleggingar Össurar alveg hráar. Hann spyr hvort lýðræðið sé ekki einmitt best þegar framboð er af frambærilegu fólki og val félaga fari fram í kjölfarið? „Það er hins vegar rétt að ekki var spilað rétt úr stöðunni í kjölfarið og val á lista fór illa en Kristrún kom samt í gegnum þetta val.“ Þá vill Grímur meina að í Reykjavíkurkjördæmunum, hvar Samfylkingin hefur staðið sterkust, hafi samkeppnin verið gríðarlega hörð og nægi þar að nefna hinn vinsæla formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason Framsóknarflokki, sem reyndist sigurvegari kosninganna, Pírata og svo 5,8 prósenta manninn hann Gunnar Smára Egilsson Sósíalistum. „Ekki hægt að horfa framhjá þessu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þetta gerir hann á Facebook-síðu Halldórs Guðmundssonar rithöfundar og stuðningsmanns Samfylkingarinnar. En Halldór vitnar í Stein Steinarr: Og loks er eins og ekkert hafi gerst, orti Steinn. Seðlabankastjóri skaut Viðreisn á flugi Halldór spyr: „Var ekki meginbreyting kosninganna sú að Framsókn endurheimti kjósendur sína frá Miðflokknum? Og sundrað vinstrið tapaði.“ Samfylkingarfólk reynir nú að rýna í stöðuna. Össur er einn þeirra en fáir eru eins vel lesnir í kosningum og hann. Össur segir að það sem gerðist sé engin tilviljun. Seðlabankastjóri hafi skotið Viðreisn sem var á góðu flugi niður með „makalaustri tímasetningu“ og vísar hann þar til viðtals Viðskiptablaðsins við Ásgeir Jónsson sem segir að verði krónan fest við evru, líkt og Viðreisn berst fyrir, geti það kallað á hærri stýrivexti. „Samfylkingin fór mjög seint af stað og henni og Pírötum skorti málafylgju og forystu til að koma erindum sínum á framfæri, að frátalinni Kristrúnu [Frostadóttur].“ Samfylkingin afvelta eftir innanflokksátök Og Össur hlífir sínum gamla flokki ekki: „Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega kosningabaráttunni. Samfylkingin var afvelta eftir vetur innanflokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sætum og gersamlega tilefnislaus varaformannsslagur saxaði á limina hans Björns míns,“ segir Össur og hlífir félögum sínum hvergi. Össur segir Samfylkingu hafa farið mjög seint af stað og henni hafi skort málafylgju og forystu. Þó Samfylkingarfólk reyni nú að horfa inn á við, eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur boðað að nú sé þörf á, vill Grímur Atlason, eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmans Samfylkingar, ekki gleypa útleggingar Össurar alveg hráar. Hann spyr hvort lýðræðið sé ekki einmitt best þegar framboð er af frambærilegu fólki og val félaga fari fram í kjölfarið? „Það er hins vegar rétt að ekki var spilað rétt úr stöðunni í kjölfarið og val á lista fór illa en Kristrún kom samt í gegnum þetta val.“ Þá vill Grímur meina að í Reykjavíkurkjördæmunum, hvar Samfylkingin hefur staðið sterkust, hafi samkeppnin verið gríðarlega hörð og nægi þar að nefna hinn vinsæla formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason Framsóknarflokki, sem reyndist sigurvegari kosninganna, Pírata og svo 5,8 prósenta manninn hann Gunnar Smára Egilsson Sósíalistum. „Ekki hægt að horfa framhjá þessu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00