Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2021 19:19 Miklar líkur verða að teljast á því að formenn stjórnarflokkanna ákveði að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Þá mun taka einhverja daga eða vikur að semja nýjan stjórnarsáttmála og semja um skiptingu ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. Ríkisstjórnin hélt velli og vel rúmlega það eftir kosningarnar í gær en endanleg úrslit lágu fyrir um klukkan níu í morgun. Fyrir kosningar höfðu stjórnarflokkarnir þrjátíu og þrjá þingmenn eftir að tveir þingmenn Vinstri grænna höfðu yfirgefið þingflokkinn á miðju kjörtímabili. Nú eru stjórnarflokkarnir sameiginlega með þrjátíu og sjö þingmenn, tveimur fleiri en þegar stjórnarsamstarfið hófst. Úrslitin urðu annars þessi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn eins og eftir síðustu kosningar, Vinstri græn misstu þrjá og eru nú með átta. En það er Framsóknarflokkurinn sem kom sá og sigraði, bætti við sig fimm þingmönnum og er nú með þrettán þingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tryggt sig í sessi sem ótvíræðan leiðtoga framsóknarmanna eftir raunir flokksins á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er það ein af niðurstöðum kosninganna að Framsóknarflokkurinn er enn á ný orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Með sterka stöðu í öllum kjördæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eftir að sigur flokksins var ljós í nótt. Þetta hafi verið draumur hans frá því hann tók við formennsku í flokknum árið 2016 en þetta eru bestu úrslit Framsóknarflokksins síðan 2013. Vinstri græn munu að öllum líkindum leggja mikla áherslu á að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra komi til endurnýjunar stjórnarsamstarfsins.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur ríkisstjórnina geta vel við unað. „Það er auðvitað sérstakt afrek að þessi ríkisstjórn sem ég hef leitt í fjögur ár heldur í kosningum. Fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem klárar kjörtímabil og heldur líka. En það er hins vegar alveg ljóst að það er mismunandi hvernig flokkarnir fara út úr þessu,“ sagði Katrín á kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki hist formlega í dag til að fara yfir stöðuna. Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom hins vegar saman í dag til að ráða ráðum sínum og reiknað er með að Framsóknarmenn geri það á morgun. Annar sigurvegari kosninganna er Flokkur fólksins með sex þingmenn. Þingmönnum hans fjölgar um tvo frá síðustu kosningum. Sigurganga flokksins varð ljós strax í fyrstu tölum þegar Inga Sæland formaður flokksins mætti í sjónvarpssal hjá Stöð 2. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var að vonum ánægð með stöðu mála þegar hún mætti á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um miðnætti.Vísir/Vilhelm Ég finn það á þér að þú ert svo spennt. Má ég finna höndina á þér, ertu köld? „Ég er sjóðandi heit. Alveg funheit, alltaf,“ sagði Inga sem ekki gat leynt gleði sinni. „Þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér. Virkilega farið að stíga fram og gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir,“ sagði Inga. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar riðu ekki feitum hesti frá kosningunum. Samfylkingin tapaði einum og fékk sex, eins og Píratar sem einnig fengu sex þingmenn. Viðreisn bætti hins vegar við sig einum þingmanni og fékk fimm kjörna. Af flokkum sem þegar voru á þingi tapar Miðflokkurinn mestu. Hafði sjö þingmenn en fékk þrjá kjörna nú. Sósíalistaflokknum tókst síðan ekki að ná mönnum á þing þrátt fyrir ágætt gengi í skoðanakönnunum en flokkurinn fékk að lokum 4,1 prósenta fylgi. Staðan var rædd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt velli og vel rúmlega það eftir kosningarnar í gær en endanleg úrslit lágu fyrir um klukkan níu í morgun. Fyrir kosningar höfðu stjórnarflokkarnir þrjátíu og þrjá þingmenn eftir að tveir þingmenn Vinstri grænna höfðu yfirgefið þingflokkinn á miðju kjörtímabili. Nú eru stjórnarflokkarnir sameiginlega með þrjátíu og sjö þingmenn, tveimur fleiri en þegar stjórnarsamstarfið hófst. Úrslitin urðu annars þessi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn eins og eftir síðustu kosningar, Vinstri græn misstu þrjá og eru nú með átta. En það er Framsóknarflokkurinn sem kom sá og sigraði, bætti við sig fimm þingmönnum og er nú með þrettán þingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tryggt sig í sessi sem ótvíræðan leiðtoga framsóknarmanna eftir raunir flokksins á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er það ein af niðurstöðum kosninganna að Framsóknarflokkurinn er enn á ný orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Með sterka stöðu í öllum kjördæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eftir að sigur flokksins var ljós í nótt. Þetta hafi verið draumur hans frá því hann tók við formennsku í flokknum árið 2016 en þetta eru bestu úrslit Framsóknarflokksins síðan 2013. Vinstri græn munu að öllum líkindum leggja mikla áherslu á að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra komi til endurnýjunar stjórnarsamstarfsins.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur ríkisstjórnina geta vel við unað. „Það er auðvitað sérstakt afrek að þessi ríkisstjórn sem ég hef leitt í fjögur ár heldur í kosningum. Fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem klárar kjörtímabil og heldur líka. En það er hins vegar alveg ljóst að það er mismunandi hvernig flokkarnir fara út úr þessu,“ sagði Katrín á kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki hist formlega í dag til að fara yfir stöðuna. Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom hins vegar saman í dag til að ráða ráðum sínum og reiknað er með að Framsóknarmenn geri það á morgun. Annar sigurvegari kosninganna er Flokkur fólksins með sex þingmenn. Þingmönnum hans fjölgar um tvo frá síðustu kosningum. Sigurganga flokksins varð ljós strax í fyrstu tölum þegar Inga Sæland formaður flokksins mætti í sjónvarpssal hjá Stöð 2. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var að vonum ánægð með stöðu mála þegar hún mætti á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um miðnætti.Vísir/Vilhelm Ég finn það á þér að þú ert svo spennt. Má ég finna höndina á þér, ertu köld? „Ég er sjóðandi heit. Alveg funheit, alltaf,“ sagði Inga sem ekki gat leynt gleði sinni. „Þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér. Virkilega farið að stíga fram og gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir,“ sagði Inga. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar riðu ekki feitum hesti frá kosningunum. Samfylkingin tapaði einum og fékk sex, eins og Píratar sem einnig fengu sex þingmenn. Viðreisn bætti hins vegar við sig einum þingmanni og fékk fimm kjörna. Af flokkum sem þegar voru á þingi tapar Miðflokkurinn mestu. Hafði sjö þingmenn en fékk þrjá kjörna nú. Sósíalistaflokknum tókst síðan ekki að ná mönnum á þing þrátt fyrir ágætt gengi í skoðanakönnunum en flokkurinn fékk að lokum 4,1 prósenta fylgi. Staðan var rædd í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09