Kosningar á 21. öldinni Jón Gunnarsson skrifar 27. september 2021 18:30 Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun