Kosningar á 21. öldinni Jón Gunnarsson skrifar 27. september 2021 18:30 Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar