Eldur blossaði upp í íbúðarhúsinu í Annedal-hverfinu miðsvæðis í Gautaborg rétt fyrir klukkan fimm að staðartíma í morgun. Slökkviliðsmenn drógu fólk út úr byggingunni en mikinn reyk lagði frá stigagöngum og út um glugga. Þrjár konur og einn karlmaður eru sögð alvarlega slösuð.
Thomas Fuxborg, talsmaður lögreglunnar í Gautaborg, segir að hana gruni að eitthvað hafi sprungið sem átti sér ekki „náttúrulegar orsakir“. Líklega hafi einhverju verið komið fyrir þar sem sprengingin varð, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Slökkviliðið hefur útilokað að gasleki hafi valdið sprengingunni. Liðsmenn þess reyna enn að ráða niðurlögum eldsins.
Átök á milli glæpagengja hafa farið harðnandi í Svíþjóð undanfarin ár en hafa glæpamenn jafnvel notað sprengjur og skotvopn til að vinna hver öðrum mein.